Kamerún og Egyptaland mætast í seinni undanúrslitaleik Afríkukeppninnar í kvöld. Sigurvegarinn mætir Senegal í úrslitaleik á sunnudaginn.
Aboubakar reyndi að hefja einhvers staðar sálfræðistríð þegar hann tjáði sig með afar hreinskilnum hætti um Salah í viðtali fyrir leikinn.
„Mér finnst hann ekkert það merkilegur. Ég segi þetta því ég er hreinskilinn að eðlisfari. Ef mér þætti mikið til hans koma myndi ég segja það,“ sagði Aboubakar. „Hann er góður leikmaður sem skorar mikið en gerir ekki mikið annað í leiknum.“
Aboubakar er markahæstur í Afríkukeppninni með sex mörk. Á meðan hefur Salah aðeins skorað tvö mörk.
Aboubakar, sem leikur með Al Nassr í Sádí-Arabíu, hefur skorað 31 mark í 82 landsleikjum. Salah er hins vegar með 47 mörk í áttatíu landsleikjum.