Stjórnvöld kynda verðbólgubálið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar