Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis greiðir fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 11:01 Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Á liðnum árum hafa verið byggðar 2.500 - 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og leigueiningum Félagsbústaða hefur verið fjölgað um 600. Þannig hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil, og meirihlutinn í Reykjavík, unnið markvisst að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Blönduð byggð með félagslegum fjölbreytileika innan hverfa borgarinnar er tryggð í Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulagi borgarinnar til 2040. Þar er miðað við að 25% íbúða í hverfum borgarinnar verði í blandaðri byggð íbúða eins og leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða eða húsnæði fyrir fatlað fólk. Þúsundir slíkra íbúða hafa risið á undanförnum árum og þannig höfum við tryggt meira jafnræði á húsnæðismarkaði. Pólitísk ákvörðun Til að stuðla að heilbrigðri húsnæðismarkaði hefur verið ákveðið að stefna að enn frekar uppbyggingu á næstu tíu árum með 2.500 - 3.000 nýjum íbúðum ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt. Það er pólitísk ákvörðun að velja uppbyggingu með óhagnaðardrifnum aðilum. Það er margt framundan í húsnæðismálum í Reykjavík en á myndinni má sjá samþykkt byggingarleyfi fyrir fjölda íbúða eftir árum. Ekki verður um villst að við erum á stödd á stærsta og lengsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar. Talað í kross Á liðnu kjörtímabili hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 16.000. Þar af Reykvíkingum um 7.500. Með hverjum 4.000 nýjum íbúum fylgja um 3.000 bílar. Þetta þýðir að á einu kjörtímabili hafa bæst við 12.000 bílar á höfuðborgarsvæðinu. Margir íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu eða skóla til borgarinnar og hefur þessi bílaaukning því sín áhrif á umferðarþunga í borginni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, kallað eftir því í grein í vikunni að byggt verði í landi Keldna og í Örfirisey. Það er engu líkara en að hún hafi misst af því að ríkið á Keldnaland og hefur ekki aðeins lagt það til Betri samgangna, sem er sameiginlegt fyrirtæki ríkis, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, heldur líka lagt á það áherslu að svæðið verði þróað fyrir byggð samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Ástæðan fyrir þessari röð framkvæmda er ósköp einföld. Hvorki Ártúnsbrekka né Miklabraut þolir fleiri bíla í dag, hvað þá þann fjölda sem fylgir byggð á Keldnum. Milli 3.000-4.000 viðbótar bílar færu daglega um Ártúnsbrekku ef farið væri strax í nýja byggð í Keldnalandi eins og Hildur og Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sjá fyrir sér. Hitt er svo annað mál að það verður byggt í Keldnalandi þegar þar að kemur enda gerir uppbygging Borgarlínu beinlínis ráð fyrir því. Margklofinn Sjálfstæðisflokkur Það er óneitanlega furðulegt að horfa upp á hversu borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er margklofinn í afstöðu sinni til Borgarlínu. Hann greiðir ýmist atkvæði með henni eða á móti og enginn veit hver stefna flokksins er á hverjum tíma. Á meðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með fullan stuðning úr ríkisstjórn, stýrt úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu, standa saman um Borgarlínu, stendur Sjálfstæðisflokkurinn í borginni eins og eyland, yfirgefinn og óstjórntækur. Ódýr eru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf samhliða að upplýsa kjósendur sína um að tafatíminn í umferðinni mun ekki lagast með 4.000 fleiri bílum, heldur þvert á móti munu nýir íbúar Keldnalands sitja fastir í umferðinni. Horfum á heildarmyndina. Þegar Borgarlína mætir upp í Keldnaholt skapast grundvöllur til að byggja upp Keldnaland til framtíðar. Fyrr er það í senn ótímabært og óskynsamlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varamaður í samgöngu - og skipulagsráði, formaður íbúaráðsins í Breiðholti og sækist eftir 4.- 6. sæti í flokksvali sem fer fram 12.-13. febrúar nk.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun