Heimili í hættu Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 14:00 Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Húsnæðismál Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun