Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 12:01 Leitað verður að fólkinu sem var um borð í vélinni á botni vatnsins og í kring um það í dag. vísir/arnar Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Það kom í ljós seinni partinn í gær þegar kafbátur var sendur niður að flakinu til að kanna aðstæður þar betur að enginn væri um borð í flugvélinni. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni. Leitarfólk er í kapphlaupi við tímann þar sem ofsaveðri er spáð á svæðinu og um land allt í nótt. Leitað er að fólkinu við vatnið, á því og á botni þess með kafbáti. Engar líkur á að fólkið hafi komist í land „Vélin lendir í vatninu og þá er greinilegt að fólkið hafi komist af sjálfsdáðum út úr henni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það séu engar líkur á að nokkur hafi komist lifandi í land. „Stysta leið í land er um kílómeter og vatnið er núll til ein gráða og aðstæðurnar til að komast úr þessu eru bara ómögulegar, sko. Ofkælingin er bara komin strax,“ segir Oddur. Oddur Árnason á vettvangi síðasta föstudag.V'isir Enn séu engar vísbendingar um það atvikaðist að flugvélin endaði í vatninu. „Nei, við bara gefum okkur ekki neitt það eru teknir saman einstakir þættir í hverjum rannsóknarhluta og úr því verður einhver heildarmynd sem við erum ekkert að gefa út um fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Oddur. Hann vill ekki svara því hvort einhver samskipti hafi verið milli flugvélarinnar og flugstjórnar eftir að hún fór í loftið. „Flugmaðurinn tilkynnir um flugplanið bara eins og er gert og við skulum svo bara eiga annað inni í rannsókninni. Og upplýsum ekkert um hana eða einstaka þætti hennar,“ segir Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Tengdar fréttir Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56 Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5. febrúar 2022 21:56
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58