Þeir félagar munu halda landanum upplýstum um sögulegt óveður sem búist er við að gangi yfir höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi raski.
Þeir munu slá á þráðinn til allra helstu viðbragðsaðila og sérfræðinga sem fara yfir stöðuna í beinni útsendingu.
Hlusta má á þáttinn á Bylgjunni að vanda en einnig verður hægt að sjá þá Heimi og Gulla í mynd á Stöð 2 Vísi þar sem þátturinn verður í beinni.