Vann Ólympíugull þremur árum eftir að hafa greinst með krabbamein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 09:31 Max Parrot fagnar sigrinum í brekkufimi á snjóbretti. getty/Clive Rose Kanadamaðurinn Max Parrot var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í brekkufimi á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira