Hólmbert lánaður til Lilleström: Finnst ég hafa verið svolítið óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 08:44 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn í gult því hann mun spila með norska liðinu Lilleström í sumar. lsk.no Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá samningi við Lilleström en norska félagið fær hann á láni frá þýska liðinu Holstein Kiel. Hann bætist því í hóp fjölmarga íslenskra leikmanna Lilleström . Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði. Norski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði.
Norski boltinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira