Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Donald og Melania Trump er þau yfirgáfu Hvíta húsið í síðasta sinn í desember 2020. EPA/Chris Kleponis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira