Súperstjarnan barðist við tárin eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Starfsmarður bandaríska liðsins reynir að hughreysta Mikaelu Shiffrin eftir að hún hafði klúðrað annarri greininni í röð á Vetrarólympíuleikunum í Peking. AP/Robert F. Bukaty Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlaði sér að vinna fjölmörg gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hún hefur nú klúðrað algjörlega fyrstu tveimur greinum sínum. Shiffrin féll í fyrri ferðinni í stórsviginu á mánudaginn og í morgun keyrði hún út úr brautinni í sviginu strax í upphafi ferðar sinnar. Shiffrin vann svigið á ÓL í Sochi 2014 og vann stórsvigið á ÓL í Pyeongchang 2018. Hún var þannig úr leik eftir ellefu sekúndur í fyrstu greininni og það tók hana aðeins fimm sekúndur að klúðra sviginu í morgun. A stunner in Beijing.Mikaela Shiffrin skis out of her second-consecutive race.Shiffrin sits disbelieving on the slope after being disqualified from the women's slalom. pic.twitter.com/Mqato4DQhm— The Athletic (@TheAthletic) February 9, 2022 Mikaela Shiffrin barðist líka við tárin í sjónvarpsviðtali NBC eftir enn eitt klúðrið. Hún sagðist hafa runnið til og ekki náð að bjarga sér. „Þetta fær mig til að efast um síðustu fimmtán ár. Allt sem ég hélt að ég viss um mína eigin skíðamennsku, um svigið og um keppnishugarfar mitt,“ sagði Mikaela Shiffrin. „Mér líður eins og ég hafi brugðist öllum. Það var ekkert í spilunum að ég myndi ætla mér of mikið og keyra út úr brautinni á fimmta hliði. Ég hef treyst skíðamennsku minni allan minn feril og það er það eina sem ég get treyst á. Pressan er mikil en mér fannst það ekki vera stærsta vandamál mitt í dag,“ sagði Shiffrin. Það voru samt ekki allir ánægðir með það að hún var ekkert að drífa sig í burtu eftir klúðrið sitt heldur hékk í fýlu við grindverkið sem truflaði örugglega skíðakonurnar sem komu á eftir henni. I feel terrible for Mikaela Shiffrin's disastrous Olympics, but she's sulking on the slope as other athletes have to ski with her as a distraction on the side.At some point she needs to get up - this is just weird. pic.twitter.com/LsdFh6oYay— Josh Jordan (@NumbersMuncher) February 9, 2022 Shiffrin hefur unnið 48 heimsbikarmót í svigi, meira en nokkur annar skíðamaður í einni grein, karla eða kona. Það héldu flestir að þarna væri hennar besti möguleiki á að vinna gull og því algjört klúður að ferð hennar var búin eftir aðeins fimm sekúndum. Shiffrin var andlit leikanna í Bandaríkjunum og það mátti sjá ófáar auglýsingar með henni í aðdraganda þeirra. Þetta er farið að minna svolítið á Simone Biles á Ólympíuleikunum í Tókyó síðasta sumar. A tearful Mikaela Shiffrin questioned whether she could pick herself up and return to competition at the Winter #Olympics after skiing out of the slalom and failing to finish for the second race in a row https://t.co/Xh5IuRxV9E #alpineskiing pic.twitter.com/xeYlCLrOuw— Reuters (@Reuters) February 9, 2022 Bandaríkjamenn bundu gríðarlegar vonir til Biles að hún myndi raða inn gullverðlaunum á leikunum og alveg eins er gullpressan gríðarleg á Shiffrin. Það var ekki af ástæðulausu. Báðar höfðu þær unnið gull á Ólympíuleikunum og auk þess verið yfirburðarmanneskjur á heimsmeistaramótum. Þegar pressan á tímum samfélagsmiðla er orðin svona svakalega virðist hún bera þessar tvær frábæru íþróttakonur ofurliði. Hún á eftir þrjár greinar á leikunum ef hún heldur sig við að keppa á þeim. Sú næsta er risastórsvig á föstudaginn en það er grein sem hún hefur aldrei keppt í á Ólympíuleikum en hún vann hana á HM 2019. Í framhaldinu er síðan keppni í bruni og tvíkeppni. If you don t feel something for Shiffrin here, I cannot relate to you. pic.twitter.com/9QnAxAknIv— Maria Martin (@Ria_Martin) February 9, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira
Shiffrin féll í fyrri ferðinni í stórsviginu á mánudaginn og í morgun keyrði hún út úr brautinni í sviginu strax í upphafi ferðar sinnar. Shiffrin vann svigið á ÓL í Sochi 2014 og vann stórsvigið á ÓL í Pyeongchang 2018. Hún var þannig úr leik eftir ellefu sekúndur í fyrstu greininni og það tók hana aðeins fimm sekúndur að klúðra sviginu í morgun. A stunner in Beijing.Mikaela Shiffrin skis out of her second-consecutive race.Shiffrin sits disbelieving on the slope after being disqualified from the women's slalom. pic.twitter.com/Mqato4DQhm— The Athletic (@TheAthletic) February 9, 2022 Mikaela Shiffrin barðist líka við tárin í sjónvarpsviðtali NBC eftir enn eitt klúðrið. Hún sagðist hafa runnið til og ekki náð að bjarga sér. „Þetta fær mig til að efast um síðustu fimmtán ár. Allt sem ég hélt að ég viss um mína eigin skíðamennsku, um svigið og um keppnishugarfar mitt,“ sagði Mikaela Shiffrin. „Mér líður eins og ég hafi brugðist öllum. Það var ekkert í spilunum að ég myndi ætla mér of mikið og keyra út úr brautinni á fimmta hliði. Ég hef treyst skíðamennsku minni allan minn feril og það er það eina sem ég get treyst á. Pressan er mikil en mér fannst það ekki vera stærsta vandamál mitt í dag,“ sagði Shiffrin. Það voru samt ekki allir ánægðir með það að hún var ekkert að drífa sig í burtu eftir klúðrið sitt heldur hékk í fýlu við grindverkið sem truflaði örugglega skíðakonurnar sem komu á eftir henni. I feel terrible for Mikaela Shiffrin's disastrous Olympics, but she's sulking on the slope as other athletes have to ski with her as a distraction on the side.At some point she needs to get up - this is just weird. pic.twitter.com/LsdFh6oYay— Josh Jordan (@NumbersMuncher) February 9, 2022 Shiffrin hefur unnið 48 heimsbikarmót í svigi, meira en nokkur annar skíðamaður í einni grein, karla eða kona. Það héldu flestir að þarna væri hennar besti möguleiki á að vinna gull og því algjört klúður að ferð hennar var búin eftir aðeins fimm sekúndum. Shiffrin var andlit leikanna í Bandaríkjunum og það mátti sjá ófáar auglýsingar með henni í aðdraganda þeirra. Þetta er farið að minna svolítið á Simone Biles á Ólympíuleikunum í Tókyó síðasta sumar. A tearful Mikaela Shiffrin questioned whether she could pick herself up and return to competition at the Winter #Olympics after skiing out of the slalom and failing to finish for the second race in a row https://t.co/Xh5IuRxV9E #alpineskiing pic.twitter.com/xeYlCLrOuw— Reuters (@Reuters) February 9, 2022 Bandaríkjamenn bundu gríðarlegar vonir til Biles að hún myndi raða inn gullverðlaunum á leikunum og alveg eins er gullpressan gríðarleg á Shiffrin. Það var ekki af ástæðulausu. Báðar höfðu þær unnið gull á Ólympíuleikunum og auk þess verið yfirburðarmanneskjur á heimsmeistaramótum. Þegar pressan á tímum samfélagsmiðla er orðin svona svakalega virðist hún bera þessar tvær frábæru íþróttakonur ofurliði. Hún á eftir þrjár greinar á leikunum ef hún heldur sig við að keppa á þeim. Sú næsta er risastórsvig á föstudaginn en það er grein sem hún hefur aldrei keppt í á Ólympíuleikum en hún vann hana á HM 2019. Í framhaldinu er síðan keppni í bruni og tvíkeppni. If you don t feel something for Shiffrin here, I cannot relate to you. pic.twitter.com/9QnAxAknIv— Maria Martin (@Ria_Martin) February 9, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira