Að því er kemur fram í frétt BBC eru núverandi takmarkanir í gildi til 24. mars en þar er meðal annars kveðið á um í hið minnsta fimm daga einangrun greinist einstaklingur smitaður.
Í fyrirspurnartíma innan breska þingsins í dag sagði Johnson að það kæmi vel til greina að aflétta fyrr í ljósi gagna um jákvæða þróun faraldursins.
Þá sagðist Johnson reikna með því að kynna afléttingaráætlun eftir að þingið kemur saman þann 21. febrúar eftir stutt þinghlé, að því gefnu að gögnin sýni áfram fram á jákvæða þróun.
Meðal annarra takmarkanna sem eru í gildi eru grímuskylda innan heilbrigðisstofnanna, í almenningssamgöngum og víðar, auk þess sem fólk þarf að framvísa bólusetningarvottorði til að sækja ákveðna viðburði.
Alls greindust rúmlega 66 þúsund smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og létust 314 vegna Covid.