Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður KSÍ og sækist eftir endurkjöri í stjórn sambandsins. Stöð 2 Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir.
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira