Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 14:19 Landsréttur stytti gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm. Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur. Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur.
Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira