Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum Guðmundur H. Pálsson skrifar 10. febrúar 2022 18:01 Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun