Sigraðist á alkóhólisma, mænuskaða og þunglyndi með kælimeðferð og öndun Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2022 10:30 Andri heldur úti heilsustöðinni Andaðu þar sem hann kennir umrædda aðferð. Vilhjálmur Andri Einarsson var illa haldinn af alkóhólisma, ofþyngd og þunglyndi og streitu þegar hann kynntist sérstökum aðferðum Hollendingsins Wim Hof sem slegið hafa í gegn um allan heim. Kæling og öndunartækni sem hreinlega björguðu hans lífi. Vala Matt fór og hitti Andra í Íslandi í dag á Stöð í gærkvöldi og fékk að heyra allt um ótrúlega einfalda öndunartækni þar sem streitan og vanlíðanin hreinlega rennur af manni. Og svo skoðaði Vala einnig hvernig Andri fer reglulega ofan í frystikistuna sína. En Vala sýndi í fyrra í Íslandi í dag viðtal við unga konu á Selfossi sem notaði frystikistuna sína til kælingar og vakti það gríðarlega athygli. „Þegar ég er þrettán ára gamall lendi ég í slysi á Akureyri þegar ég dett á milli hæða og lendi á grindverki, algjörlega á mjóbakinu. Ég er fluttur upp á sjúkrahús og þar er verið að reyna finna hvað sé að mér. Ég finn ekki fyrir löppunum á mér þarna. Eftir smá tíma fæ ég mátt í lappirnar og það var haldið að þetta væri svokallað mænusjokk,“ segir Andri en þegar hann fór að stækka meira með aldrinum fór hann að fá mikla taugaverki í fótleggjunum og alveg upp í haus. Byrjaði að nota áfengi ungur „Ég byrjaði að nota áfengi mjög ungur og þurfti að hætta öllu sem ég var að gera eins og fimleikum og svo líður bara tíminn og ég er alltaf að fara með foreldrum mínum til sérfræðinga til að reyna finna hvað sé að, en við finnum aldrei neitt. Svo þróast þetta hægt og rólega og svo dynja yfir mig áföllin í lífinu eins og gengur og gerist, en pabbi minn deyr þegar ég er átján ára gamall og ekki var það til að hjálpa með drykkjuna,“ segir Andri sem á í dag eina tvítuga stúlku með fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann segist ekki verið stoltur af því hvernig hann hafi alið hana upp þar sem áfengi stjórnaði í raun lífi hans. „Síðan er ég greindur með mænuskaða mörgum árum seinna og þá fer ég á lyf, og fleiri lyf og þau virkuðu öll. Eina sem ég varð að gera að passa upp á að það væri alltaf til vikuskammturinn. Svo var einn fjölskyldulæknir sem spurði mig einn daginn hvort ég væri nú ekki að taka of mikið af þessu en ég neitaði því og náði að réttlæta allt fyrir mér. Svo var ég með sjálfsvígshugsanir inn á milli og reyndi að drepa mig einu sinni en það virkaði ekki sem betur fer, tók ekki nógu mikið af töflum.“ Hann segist hafa áttað sig á því með tímanum að hann bæri sjálfur ábyrgð á eigin heilsu og hann þyrfti að finna sjálfir í sér. „Fyrst þegar ég gerði þessa Wim Hof öndum, ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni. Kerfið fór í gang og ég kom dagsdaglegri öndun í lag. Ég róaðist allur niður og allt kerfið róaðist. Það var ekki fyrr en þarna sem ég fór að vinna með öndun og kuldann, þá bara breyttist allt. Bólgurnar í bakinu minnkuðu um áttatíu prósent og ég losnaði við öll lyfin. Öndun skiptir öllu máli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Klippa: Öndun og kæling breytti lífinu Ísland í dag Heilsa Fíkn Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Kæling og öndunartækni sem hreinlega björguðu hans lífi. Vala Matt fór og hitti Andra í Íslandi í dag á Stöð í gærkvöldi og fékk að heyra allt um ótrúlega einfalda öndunartækni þar sem streitan og vanlíðanin hreinlega rennur af manni. Og svo skoðaði Vala einnig hvernig Andri fer reglulega ofan í frystikistuna sína. En Vala sýndi í fyrra í Íslandi í dag viðtal við unga konu á Selfossi sem notaði frystikistuna sína til kælingar og vakti það gríðarlega athygli. „Þegar ég er þrettán ára gamall lendi ég í slysi á Akureyri þegar ég dett á milli hæða og lendi á grindverki, algjörlega á mjóbakinu. Ég er fluttur upp á sjúkrahús og þar er verið að reyna finna hvað sé að mér. Ég finn ekki fyrir löppunum á mér þarna. Eftir smá tíma fæ ég mátt í lappirnar og það var haldið að þetta væri svokallað mænusjokk,“ segir Andri en þegar hann fór að stækka meira með aldrinum fór hann að fá mikla taugaverki í fótleggjunum og alveg upp í haus. Byrjaði að nota áfengi ungur „Ég byrjaði að nota áfengi mjög ungur og þurfti að hætta öllu sem ég var að gera eins og fimleikum og svo líður bara tíminn og ég er alltaf að fara með foreldrum mínum til sérfræðinga til að reyna finna hvað sé að, en við finnum aldrei neitt. Svo þróast þetta hægt og rólega og svo dynja yfir mig áföllin í lífinu eins og gengur og gerist, en pabbi minn deyr þegar ég er átján ára gamall og ekki var það til að hjálpa með drykkjuna,“ segir Andri sem á í dag eina tvítuga stúlku með fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann segist ekki verið stoltur af því hvernig hann hafi alið hana upp þar sem áfengi stjórnaði í raun lífi hans. „Síðan er ég greindur með mænuskaða mörgum árum seinna og þá fer ég á lyf, og fleiri lyf og þau virkuðu öll. Eina sem ég varð að gera að passa upp á að það væri alltaf til vikuskammturinn. Svo var einn fjölskyldulæknir sem spurði mig einn daginn hvort ég væri nú ekki að taka of mikið af þessu en ég neitaði því og náði að réttlæta allt fyrir mér. Svo var ég með sjálfsvígshugsanir inn á milli og reyndi að drepa mig einu sinni en það virkaði ekki sem betur fer, tók ekki nógu mikið af töflum.“ Hann segist hafa áttað sig á því með tímanum að hann bæri sjálfur ábyrgð á eigin heilsu og hann þyrfti að finna sjálfir í sér. „Fyrst þegar ég gerði þessa Wim Hof öndum, ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni. Kerfið fór í gang og ég kom dagsdaglegri öndun í lag. Ég róaðist allur niður og allt kerfið róaðist. Það var ekki fyrr en þarna sem ég fór að vinna með öndun og kuldann, þá bara breyttist allt. Bólgurnar í bakinu minnkuðu um áttatíu prósent og ég losnaði við öll lyfin. Öndun skiptir öllu máli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Klippa: Öndun og kæling breytti lífinu
Ísland í dag Heilsa Fíkn Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira