Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. getty/Jean Catuffe Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum. Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira