Um er að ræða mjög fallegt og vandað raðhús á einni hæð ásamt bílskúr. Samkvæmt Fasteignavefnum er óhindrað útsýni í átt að Elliðavatni og Bláfjöllum, ekkert byggt fyrir framan húsið.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um alla hönnun innanhúss, sem er einstaklega smekkleg. Nokkrar myndir af þessari flottu íbúð má sjá hér fyrir neðan.








