Davíð Óskar leikstýrir nýrri glæpaþáttaröð sem gerist í Færeyjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 11:45 TROM er glæpatryllir sem gerist í Færeyjum. Samsett/Instagram Íslenski leikstjórinn Davíð Óskar Ólafsson er annar tveggja leikstjóra dönsk-færeysku glæpaseríunnar TROM. Þættirnir voru teknir upp í Færeyjum og fóru tökur fram á síðasta ári. TROM er sköpunarverk Torfinn Jákupsson sem skrifar handritið í félagi við Donna Sharpe (West of Liberty) en þáttunum er leikstýrt af Davíð Óskari og Kasper Barfoed (Dicte) . Danski stórleikarinn Ulrich Thomsen er í aðalhlutverki í þáttunum. Davíð Óskar hefur áður unnið að stórum verkefnum eins og Brot og The Valhalla Murders. Fyrsti þáttur TROM fer í loftið sunnudaginn 13. febrúar á Viaplay en þetta er fyrsta glæpaserían sem tekin er upp í Færeyjum, samkvæmt fréttatilkynningu frá streymisveitunni. View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs) TROM er hrífandi glæpatryllir sem fjallar um tryggð, völd og órjúfanleg fjölskyldubönd. Auk Ulrich Thomsen, Maria Rich og Olaf Johannessen í aðalhlutverkum fara bæði færeyskir og danskir leikarar með helstu hlutverk, þar á meðal Helena Heðinsdóttir, Mariann Hansen, Sissal Drews Hjaltalin, Hans Tórgarð, Gunnvá Zachariasen og Búi Dam. „Þegar Hannis Martinsson blaðamaður (Ulrich Thomsen) fær myndbandsskilaboð frá baráttukonunni Sonju á Heygga, sem ekki aðeins segist vera dóttir hans heldur einnig að hún óttist um líf sitt, snýr hann aftur heim til Færeyja til að kanna málið frekar. Honum verður fljótt ljóst að Sonja hefur horfið við dularfullar kringumstæður og hann flækist í leit þar sem sjómannasamfélagið á staðnum, áberandi hópur aktívista og ekki síst þekktur kaupsýslumaður í Færeyjum, Ragnar í Rong (Olaf Johannessen) kemur við sögu. Hannis lendir í útistöðum við lögregluna á staðnum og nokkrum sinnum þarf hann að snúa sér til lögreglukonunnar sem leiðir rannsóknina, Karlu Mohr (Maria Rich), þar sem hans uppgötvanir í málinu stangast á við niðurstöður lögreglunnar. Leit hans að svörum afhjúpar vef lyga og leyndarmála í litla samfélaginu,“ segir um söguþráðinn. View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs) Upptökur á TROM fóru fram vorið og sumarið 2021 og fallegt en hrikalegt landslagið í Færeyjum er í stóru hlutverki og á sinn þátt í að drífa atburðarásina áfram. Davíð Óskar birti margar myndir á Instagram frá tökustaðnum. TROM er í sex hlutum en þáttaröðin er byggð á metsölubókum eftir hinn margverðlaunaða færeyska rithöfund Jógvan Isaksen. “ View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs) Bíó og sjónvarp Færeyjar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
TROM er sköpunarverk Torfinn Jákupsson sem skrifar handritið í félagi við Donna Sharpe (West of Liberty) en þáttunum er leikstýrt af Davíð Óskari og Kasper Barfoed (Dicte) . Danski stórleikarinn Ulrich Thomsen er í aðalhlutverki í þáttunum. Davíð Óskar hefur áður unnið að stórum verkefnum eins og Brot og The Valhalla Murders. Fyrsti þáttur TROM fer í loftið sunnudaginn 13. febrúar á Viaplay en þetta er fyrsta glæpaserían sem tekin er upp í Færeyjum, samkvæmt fréttatilkynningu frá streymisveitunni. View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs) TROM er hrífandi glæpatryllir sem fjallar um tryggð, völd og órjúfanleg fjölskyldubönd. Auk Ulrich Thomsen, Maria Rich og Olaf Johannessen í aðalhlutverkum fara bæði færeyskir og danskir leikarar með helstu hlutverk, þar á meðal Helena Heðinsdóttir, Mariann Hansen, Sissal Drews Hjaltalin, Hans Tórgarð, Gunnvá Zachariasen og Búi Dam. „Þegar Hannis Martinsson blaðamaður (Ulrich Thomsen) fær myndbandsskilaboð frá baráttukonunni Sonju á Heygga, sem ekki aðeins segist vera dóttir hans heldur einnig að hún óttist um líf sitt, snýr hann aftur heim til Færeyja til að kanna málið frekar. Honum verður fljótt ljóst að Sonja hefur horfið við dularfullar kringumstæður og hann flækist í leit þar sem sjómannasamfélagið á staðnum, áberandi hópur aktívista og ekki síst þekktur kaupsýslumaður í Færeyjum, Ragnar í Rong (Olaf Johannessen) kemur við sögu. Hannis lendir í útistöðum við lögregluna á staðnum og nokkrum sinnum þarf hann að snúa sér til lögreglukonunnar sem leiðir rannsóknina, Karlu Mohr (Maria Rich), þar sem hans uppgötvanir í málinu stangast á við niðurstöður lögreglunnar. Leit hans að svörum afhjúpar vef lyga og leyndarmála í litla samfélaginu,“ segir um söguþráðinn. View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs) Upptökur á TROM fóru fram vorið og sumarið 2021 og fallegt en hrikalegt landslagið í Færeyjum er í stóru hlutverki og á sinn þátt í að drífa atburðarásina áfram. Davíð Óskar birti margar myndir á Instagram frá tökustaðnum. TROM er í sex hlutum en þáttaröðin er byggð á metsölubókum eftir hinn margverðlaunaða færeyska rithöfund Jógvan Isaksen. “ View this post on Instagram A post shared by Davíð Óskar Ólafsson (@davidoskarolafs)
Bíó og sjónvarp Færeyjar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira