Framtíðin er að renna okkur úr greipum Stein Olav Romslo skrifar 12. febrúar 2022 07:31 Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Loftslagsmál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun