Brosað í gegnum tárin: Meiddist illa í Super Bowl en endaði kvöldið 125 milljónum ríkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:53 Odell Beckham Jr. liggur sárþjáður í grasinu haldandi um hné sitt. AP/Marcio Jose Sanchez Odell Beckham Jr. og félagar í Los Angeles Rams eru NFL-meistarar eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í Super Bowl í nótt. Það er óhætt að þetta kvöld hafi verið tilfinningarússíbani fyrir stjörnuútherjann. Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022 NFL Ofurskálin Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira
Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022
NFL Ofurskálin Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira