Opið bréf til Sævars Péturssonar vegna framboðs Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 15. febrúar 2022 11:01 Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun