Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan Heimsljós 15. febrúar 2022 10:38 UNICEF Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu. Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar. Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa. Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum. UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í frétt frá UNICEF. Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar. Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa. Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum. UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í frétt frá UNICEF. Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afganistan Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent