Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón. Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Varnamálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í gær að hluti þeirra hermanna sem staðsettir hafa verið við landamærin að Úkraínu yrðu kallaðir til baka. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði þó í dag engin merki um það að Rússar væru að minnka umsvif sín. „Rússland hefur safnað herafla í og við Úkraínu sem á sér engin fordæmi frá tímum Kalda stríðsins. Allt er nú til staðar fyrir nýja árás,“ sagði Stoltenberg. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir stöðuna margslungna og að enn sé fullkomin óvissa um mögulega innrás, þrátt fyrir yfirlýsingar rússneskra yfirvalda. „Þessum leik er alls ekki lokið og það er engin leið í dag til að segja hvort þetta fari út í hernaðarátök eða ekki,“ segir Jón. Þá bendir hann á að áskorun rússneska þingsins í dag til Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að viðurkenna Dombas og Lugansk, svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, sem sjálfstæð ríki, hafi ekki verið til að bæta stöðuna. „Rússar munu halda áfram sínum pólitíska þrýstingi, til dæmis með því að halda ákveðinni óvissu í einhvern tíma hvað stjórnvöld ætli sér að gera við sjálfstæði Dombas og Lugansk,“ segir Jón um hvað framhaldið verður, óháð hernaðaraðgerðum. Munu gera allt til að koma ekki út með tapi Hann segir þó ýmislegt benda til þess að ef að ekki kemur til hernaðaraðgerða mjög fljótlega, þá séu minni líkur á þeim. „Ég held að það megi skilja það mat sem kemur frá Vesturlöndum að þessi gluggi sé í þessari viku og ef það verður ekkert gert núna þá dragist það á langinn,“ segir hann. Rússar muni einnig gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Vesturveldin styrki ekki stöðu sína þar enn frekar. Jón vísar til þess að aðgerðir Rússa undanfarnar vikur hafi hleypt kappi í þá sem vilja að Úkraína stefni til vesturs. „Það væri mjög slæm niðurstaða frá rússnesku sjónarmiði að bakka alveg og horfa síðan upp á það hvernig Vesturlönd munu á nokkrum árum byggja Úkraínu enn meira upp hernaðarlega, gera það enn óvænlegri kost að ráðast þarna inn,“ segir Jón. Hann telur að ef Rússar ráðast ekki inn á þessum tímapunkti muni þeir í hið minnsta reyna að byggja upp þeirra stöðu með öðrum hætti. „Þannig þeir munu gera allt sem þeir geta til að fara ekki út úr þessari spennu með einhvers konar tap, eða þannig að þeir hafi misst af einhverju tækifæri,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05 Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Kalla eftir fundi með Rússum Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. 14. febrúar 2022 00:05
Almenningur mótmælir hernaðarumsvifum Rússa og æfir sig fyrir innrás Úkraínumenn söfnuðust saman í miðborg Kænugarðs í gær og mótmæltu hernaðaræfingum Rússa á landamærunum að Úkraínu. Slagorðið „Say no to Putin“, eða Segið nei við Pútín, mátti sjá á spjöldum sem mótmælendur báru. 13. febrúar 2022 08:08