Njótum efri áranna Björg Fenger skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Félagsmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun