Stærsta rennibraut í heimi og öldulaug gætu orðið að veruleika í Laugardalslaug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 21:31 Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. sigurjón ólason Stærsta rennibraut í heimi, kaffihús og risa stökkpallur gætu verið meðal nýjunga í nýrri Laugardalslaug. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun um endurgerð Laugardalslaugar og segir forstöðumaðurinn að enginn hugmynd sé of stór. Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“ Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Framundan er endurgerð Laugardalslaugar sem þarfnast mikils viðhalds og að því tilefni stendur nú yfir hugmyndasöfnun um framtíð laugarinnar. Skoða allar hugmyndir „Fólki er frjálst að koma með sína hugmynd. Bestu hugmyndina að sjálfsögðu. Það verður kannski ekki keppni um bestu hugmyndina en við munum nýta allar hugmyndir,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Almenningur er hvattur til þess að taka þátt og er þá um að gera að leyfa sér að dreyma stórt. „Engin hugmynd er of stór af því að ég veit að borgin ætlar sér stórt. Hún er búin að bíða lengi eftir að fara í endurgerð á lauginni og hún er löngu komin á tíma á viðgerð og það þarf að gera mikið við hana.“ Hugmyndakassinn í afgreiðslu laugarinnar.sigurjón ólason Hann segir að borgin sé búin að áætla tvo og hálfan til þrjá milljarða í verkefnið en að viðbúið sé að sú tala muni hækka. 500 hugmyndir komnar á blað Nú þegar hafa borist fimm hundruð hugmyndir og eru þær meðal annars: Stökkpallar í átta til tíu metra hæð. Aðstaða til djúpköfunar og risa öldulaug. „Og svo eru margar út frá pælingum um stórar rennibrautir. Fá alvöru rennibraut fyrir krakka á öllum aldri því maður á aldrei að hætta að leika sér.“ Hægt er að senda hugmyndir fram til sjötta mars á Betri Reykjavík.is og í hugmyndabox í afgreiðslu Laugardalslaugar. En hvenær fáum við að sjá nýja Laugardalslaug? „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir ári siðan þá var talað um 2025-26 en eigum við ekki bara að segja árið 2028, svona skotið út í loftið.“
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira