Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:37 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. vísir Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Í tilkynningu frá nýja flugfélaginu Niceair kemur fram að jómfrúarflugið sé áæltað 2. júní. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala flugmiða á að hefjast á næstu vikum. Þá hafi félagið tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og stefnt er að flugi allt árið um kring. Fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi eru á meðal hluthafa en enginn þeirra er sagður eiga yfir átta prósent. Meðal þeirra eru KEA, Höldur bílaleiga, brugghúsið Kaldi, og Kaldbakur sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands. „Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður. Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann. „Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“ Flugrekstrarleyfi félagsins verður í höndum evrópsks flugrekanda í byrjun samkvæmt tilkynningu og gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist á Akureyri en áhafnir verða bæði íslenskar og erlendar. Arnheiður gerir ráð fyrir mun fleiri afleiddum störfum og uppbyggingu í ferðaþjónustu, hjá afþreyingarfyrirtækjum og víðar. Gististöðum þurfi þá jafnvel ekki að loka yfir vetrartímann. „Það eru núna ein og hálf milljón ónýttra gistanótta yfir árið. Alls konar gististaðir og úti um allt Norðurland en hins vegar ef það er verið að horfa bara á stór hótel mun okkur fljótlega vanta fleiri slík.“ Flugreksturinn hafi gríðarlega þýðingu fyrir landshlutann. „Þetta mun efla uppbyggingu allra í greininni ef ég horfi bara á ferðaþjónustuna en auðvitað líka annarra atvinnugreina hér á svæðinu. Þetta er í rauninni bætt aðgengi að miðunum ef hægt er að orða það þannig. Án þessa flugs er mjög erfitt að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þannig það er bara algjört grundvallaratriði að þetta gangi vel,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Niceair Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira