Golfvöllurinn í Eyjum í rúst eftir að mikill sjór gekk á land Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Svona lítur 17. teigurinn út eftir veðurhaminn. Hluti teigsins, en staðsetning hans þykir ein sú fallegasta sem um getur, er horfinn. Rúnar Gauti Guðgeir Jónsson vallarstjóri segir ljóst að Eyjamenn þurfi að bretta upp ermar og taka til hendinni en í veðurham sem gekk yfir Vestmannaeyjar skolaði miklu efni upp á brautir og 17. teigurinn er svo gott sem horfinn. Guðgeir, sem hefur verið starfsmaður vallarins frá 2008 og vallarstjóri síðan 2014 segist aldrei hafa séð annað eins. Hann er titlaður vallarstjóri og skyrtusafnari í símaskrá og segir þetta með skyrtusöfnunina til komið sem viðbragð við því að konu hans blöskraði hversu margar skyrtur hann á. En það er ekki stærsta vandamálið sem hann stendur frammi fyrir núna, að grisja í fataskápnum. Guðgeir vallarvörður, sem hefur verið starfsmaður Golfvallar Vestmannaeyja frá 2008, hefur aldrei séð annað eins og þetta. Myndir sem birst hafa á Facebook-síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja hafa vakið verðskuldaða athygli. Þar má meðal annars sjá að 17. teigurinn er svo gott sem horfinn. En golfvöllur Vestmannaeyja, vallarstæðið þar, þykir vera einn sá fallegasti í heimi. Ekki síst þykir magnað að standa á 17. teig og virða fyrir sér stórfenglegt útsýnið. En 17. teigur er nú horfin. Aldrei séð annað eins „Við höfum lent í að það hefur gengið ýmislegt á, skolast efni uppá brautirnar en ekkert í þessu magni. Og ekki að það hafi horfið nánast heilu teigarnir,“ segir Guðgeir. Hann segir að völlurinn hafi verið undir snjó, svo rofaði til fyrir og þá náðust af þessu myndir en völlurinn er nú aftur kominn undir snjó. Guðgeir, sem var í einangrun þegar hamfarirnar gengu yfir, fór til að skoða aðstæður tveimur dögum síðar, eða um það leyti sem myndirnar voru teknar og brá að vonum í brún. Mikill veðurofsi fylgdi lægð sem gekk yfir landið 7. og 8. febrúar. Daginn eftir var ölduhæð mikil og þá kom suðvestan átt og mikill sjór gekk á land, yfir völlinn og rótaði miklu grjóti og möl yfir völlinn. Veðurhamurinn í Eyjum lætur ekki að sér hæða.Rúnar Gauti Þó ljóst sé að mikið starf býður Eyjamanna og starfsmanna vallarins þá er engan bilbug á þeim að finna. „Við höfum séð hann svartari,“ segir Guðgeir og vísar þá til gossins. En hann segir að vellinum verði komið í stand áður en leiktíðin hefst í vor, þar mun verða leikið golf í sumar enda stendur til að halda Íslandsmótið í golfi þar í sumar. Það mun verða leikið golf í Eyjum í sumar „Það á eftir að koma í ljós hvort 17. teigurinn verði endurbyggður á sama stað eða honum fundinn annar staður. En við höfum oft þurft að byrja þar með gervigrasi á vorin. Þetta er ekkert endilega frábær staðsetning til að rækta gras. Svo þarf að fá mannskap og tæki í það að moka efni sem skolaði upp á land, meðfram öllum brautunum, en það eru hundruð metra svæði.“ Ljóst er að Eyjamenn og þá einkum starfsmenn vallarins eiga mikið verk fyrir höndum við endurbyggingu vallarins.Rúnar Gauti Páll Magnússon Eyjamaður og fyrrverandi Alþingismaður birti á sinni Facebooksíðu mynd vinar síns Stefáns Geirs Gunnarsonar sem reyndar rataði í Morgunblaðið. Sú mynd sýnir einmitt öldurótið sem um ræðir og er sögulegt. En Páll segist aldrei fyrr hafa séð brimið fara yfir Hænu, sem er 57 metra há. Páll lét þess svo getið að hann ætlaði að bíða aðeins með að setja tuðru sína, gúmmíbát sinn, á flot. Til samanburðar þá má sjá teiginn eins og hann var síðastliðið sumar, sællar minningar: Vestmannaeyjar Golf Veður Tengdar fréttir Hamfarir á golfvellinum í Grindavík Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb. 7. janúar 2022 12:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Guðgeir, sem hefur verið starfsmaður vallarins frá 2008 og vallarstjóri síðan 2014 segist aldrei hafa séð annað eins. Hann er titlaður vallarstjóri og skyrtusafnari í símaskrá og segir þetta með skyrtusöfnunina til komið sem viðbragð við því að konu hans blöskraði hversu margar skyrtur hann á. En það er ekki stærsta vandamálið sem hann stendur frammi fyrir núna, að grisja í fataskápnum. Guðgeir vallarvörður, sem hefur verið starfsmaður Golfvallar Vestmannaeyja frá 2008, hefur aldrei séð annað eins og þetta. Myndir sem birst hafa á Facebook-síðu Golfklúbbs Vestmannaeyja hafa vakið verðskuldaða athygli. Þar má meðal annars sjá að 17. teigurinn er svo gott sem horfinn. En golfvöllur Vestmannaeyja, vallarstæðið þar, þykir vera einn sá fallegasti í heimi. Ekki síst þykir magnað að standa á 17. teig og virða fyrir sér stórfenglegt útsýnið. En 17. teigur er nú horfin. Aldrei séð annað eins „Við höfum lent í að það hefur gengið ýmislegt á, skolast efni uppá brautirnar en ekkert í þessu magni. Og ekki að það hafi horfið nánast heilu teigarnir,“ segir Guðgeir. Hann segir að völlurinn hafi verið undir snjó, svo rofaði til fyrir og þá náðust af þessu myndir en völlurinn er nú aftur kominn undir snjó. Guðgeir, sem var í einangrun þegar hamfarirnar gengu yfir, fór til að skoða aðstæður tveimur dögum síðar, eða um það leyti sem myndirnar voru teknar og brá að vonum í brún. Mikill veðurofsi fylgdi lægð sem gekk yfir landið 7. og 8. febrúar. Daginn eftir var ölduhæð mikil og þá kom suðvestan átt og mikill sjór gekk á land, yfir völlinn og rótaði miklu grjóti og möl yfir völlinn. Veðurhamurinn í Eyjum lætur ekki að sér hæða.Rúnar Gauti Þó ljóst sé að mikið starf býður Eyjamanna og starfsmanna vallarins þá er engan bilbug á þeim að finna. „Við höfum séð hann svartari,“ segir Guðgeir og vísar þá til gossins. En hann segir að vellinum verði komið í stand áður en leiktíðin hefst í vor, þar mun verða leikið golf í sumar enda stendur til að halda Íslandsmótið í golfi þar í sumar. Það mun verða leikið golf í Eyjum í sumar „Það á eftir að koma í ljós hvort 17. teigurinn verði endurbyggður á sama stað eða honum fundinn annar staður. En við höfum oft þurft að byrja þar með gervigrasi á vorin. Þetta er ekkert endilega frábær staðsetning til að rækta gras. Svo þarf að fá mannskap og tæki í það að moka efni sem skolaði upp á land, meðfram öllum brautunum, en það eru hundruð metra svæði.“ Ljóst er að Eyjamenn og þá einkum starfsmenn vallarins eiga mikið verk fyrir höndum við endurbyggingu vallarins.Rúnar Gauti Páll Magnússon Eyjamaður og fyrrverandi Alþingismaður birti á sinni Facebooksíðu mynd vinar síns Stefáns Geirs Gunnarsonar sem reyndar rataði í Morgunblaðið. Sú mynd sýnir einmitt öldurótið sem um ræðir og er sögulegt. En Páll segist aldrei fyrr hafa séð brimið fara yfir Hænu, sem er 57 metra há. Páll lét þess svo getið að hann ætlaði að bíða aðeins með að setja tuðru sína, gúmmíbát sinn, á flot. Til samanburðar þá má sjá teiginn eins og hann var síðastliðið sumar, sællar minningar:
Vestmannaeyjar Golf Veður Tengdar fréttir Hamfarir á golfvellinum í Grindavík Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb. 7. janúar 2022 12:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hamfarir á golfvellinum í Grindavík Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb. 7. janúar 2022 12:44