Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. febrúar 2022 19:50 Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira