Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 17. febrúar 2022 21:42 Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu segir að aðstæður geti verið varasamar. Vísir/Egill Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. „Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn. Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
„Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn.
Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36