Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 12:31 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en gerði slæm mistök á síðasta keppnisdegi sínum. Getty/Jean Catuffe Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira