Tekur stöðuna í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:07 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira