Baráttan um ókyngreind salerni og innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði skilar árangri Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 08:02 Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Hinsegin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun