Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 22:55 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Bjarni Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36