Innri Njarðvík - hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun