Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 11:55 Svona er viðvaranastaðan á landinu klukkan 21. í kvöld. Veðurstofan Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. „Suðaustan stormur eða rok 20-30 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum,“ segir á vef Veðurstofunnar um rauðu viðvörunina á höfuðborgarsvæðinu. Því er bætt við fyrir Suðurland og Faxaflóa að ekkert ferðaveður sé meðan viðvörunin gildir. Þetta er í fjórða sinn síðan viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið upp sem rauðri viðvörun er komið á á landinu og í þriðja sinn sem viðvörunin tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var rauð viðvörun sett á á landinu 7. febrúar. Meiri vindur fyrir norðan en 7. febrúar Suðaustanstormur er í kortunum en hans byrjar fyrst að gæta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Um ellefuleytið í kvöld er allt landið undirlagt viðvörunum en storminum fylgir mikil úrkoma - fyrst snjór en síðar slydda eða rigning. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir að búast megi við alveg bálhvössu veðri; allt að 30 metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu. Þá hvessir einnig hressilega fyrir norðan í kvöld. „Það er oft talað um, verið að bera saman við veðrið 7. febrúar þá er í rauninni búist við meiri vindi norðan heldur en þá, svona til viðmiðunar og þar er alveg búist við upp undir 28-30 metrum á sekúndu,“ segir Birta. Annar hvellur í fyrramálið Víða er allt á kafi í snjó og því gæti hlánað hressilega í kvöld og nótt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að það þarf að passa að vatn eigi greiða leið niður í niðurföll en þetta er klassískt vatnsskemmdaveður, að það verði einhver flóð og það verði erfiðleikar vegna þess,“ segir Birta. Í fyrramálið, eftir stutt viðvaranahlé suðvestanlands tekur svo við suðvestanstormur, það kólnar aftur og byrjar aftur að snjóa með éljum. Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói eru þar undir. Ferðaveður verður slæmt og spáð er hárri sjávarstöðu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira