Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 21:24 Lilja rennur á ísilagðri götunni í Borgarbyggð. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. „Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á [email protected]. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir. Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á [email protected]. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir.
Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34