Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 22:44 Fjöldi bíla sat fastur á Þrengslavegi og á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“ Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“
Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira