Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti segir fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta ekki lengur á borðinu. Drew Angerer/Getty Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi. Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi.
Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02