Ríkisstjórnin fundar um afléttingu aðgerða í hádeginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Ríkisstjórnin mun funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða í hádeginu í dag. Willum Þór heilbrigðisráðherra mun þar kynna tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í hádeginu funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða, sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi á föstudag. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira