Einar segir Tenerife njóta mikilla vinsælda sem fyrr en einnig laði flottir golfvellir á Alicantesvæðinu að. Þá sé einstök golfferð framundan hjá Úrval Útsýn til Madeira í lok apríl.
„Þetta verður rosalega skemmtileg ferð en það hafa ekki margir komið til Madeira sem er portúgölsk eyja norður af Kanarí. Völlurinn þar er einstaklega flottur í 500 metra hæð með útsýni yfir Atlandshafið. Ég hef sjaldan orðið eins heillaður og þegar ég heimsótti þennan stað,“ segir Einar. Alicantesvæðið standi einnig alltaf fyrir sínu.
El Plantio
„Úrval Útsýn verður sem fyrr með ferðir á tvo glæsilega velli á Alicantesvæðinu. Þar ber fyrst að nefna El Plantio sem er næst flugvellinum, það nálægt að þú getur verið komin í golf korteri eftir að þú sækir töskurnar. Völlurinn er frábær, mjúkar flatir sem einstaklega gaman er að spila. Við höfum lengi verið með ferðir á El Plantio svo hálfgerð fjölskyldu stemming hefur skapast um þennan stað. Margir hafa farið ár eftir ár.
El plantio er skemmtilegur völlur fyrir þá sem langar að spila mikið golf og er í innan við tuttugu mínútna fjarlægð frá miðbæ Alicante. Við verðum með frábæran fararstjóra, Leif Martinez sem er hálfur Spánverji og hálfur Íslendingur. Í annarri ferð til El Plantio verður Árni Hallgrímsson, ungur golfkennari með okkur.
Alicante Golf
Alicante Golf er einnig mjög vinsæll, völlurinn hannaður af fremsta golfvallarhönnuði heims. Það er einstaklega gaman að spila þennan völl og eitt sem gerir hann sérstakan eru minjar frá því árið 10 fyrir Krist sem friðaðar eru af UNESCO en slá þarf yfir minjarnar. Völlurinn er nálægt miðborg Alicante. Leif verður Úrval Útsýn einnig innan handar á Alicante Golf.“ Segir Einar.