Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2022 15:57 Ágúst er einn reynslumesti þjálfari landsins í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. „Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ. Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Sjá meira
„Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ.
Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Sjá meira
KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Körfubolti