Konur til áhrifa í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 19:01 Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun