Tryggvi Snær: Þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 10:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar hér góðum úrslitum hjá íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Með honum er Pavel Ermolinskij sem er kominn aftur inn í landsliðið. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta landsleik á árinu 2022. Tryggvi Snær Hlinason og félagar gætu þar stigið stórt skref í átt að því að komast upp úr sínum riðli í undankeppni HM. Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira