Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. febrúar 2022 09:00 Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Upplýsingatækni Píratar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun