Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2022 10:29 Finnur Vilhjálmsson saksóknari og bræðurnir, Einar og Ágúst. Vísir/Vilhelm/Hjalti Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum sem stýrðu trúfélaginu Zuism átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Hvorugur þeirra var þó mættur við upphaf dómshaldsins en það hófst á kröfu sem Einar Oddur Sigurðsson og Jón Bjarni Kristjánsson, lögmenn þeirra, lögðu fram um að málinu yrði vísað frá í gær. Lýstu verjendurnir veralegum efasemdum um hæfi og óhlutdrægni Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara frá embættis héraðssaksóknara í málinu. Vísuðu þeir til skjala sem þeir hefðu fyrst komið auga á fyrir tilviljun í gær þrátt fyrir að þau hefðu legið fyrir í málinu lengi. Bentu þeir á tölvupóstsamskipti á milli héraðssaksóknara og lögmanns sýslumannsembættisins og Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga frá árinu 2017. Telja þeir samskiptin sýna fram á að rannsókn á málinu hafi verið hafin mun fyrr en kemur fram í ákæru. Sökuðu þeir saksóknara um misvísandi skýringar og undanbrögð. Þá gerðu þeir alvarlegar athugasemdir við afskipti Finns af söfnun bræðranna á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Embættis héraðssaksóknara kom upplýsingum á framfæri við bandaríska fyrirtækið með milligöngu bandarísku alríkislögregunnar um mögulega grunsamlega fjármálagerninga. Í kjölfarið lokaði Kickstarter söfnuninni. Þetta sögðu lögmennirnir að hefði skapað bræðrunum fjártjón og skaðað mannorð þeirra sem þar mikið var fjallað um stöðvun söfnunar þeirra í fjölmiðlum. „Ævintýranlegar fréttir“ um þá bræður hafi markað þá og allt sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur hafi litast af umfjölluninni, þar á meðal störf þeirra fyrir trúfélagið Zuism. Þeir hafi verið útmálaðir sem svikahrappar. Bræðrunum hafi því verið „brugðið“ að frétta af samvinnu saksóknara og Kickstarter. Tilraun bræðranna til að draga athyglina frá sjálfum sér Finnur hafnaði ásökunum um óhlutdrægni alfarið. Frávísunarkrafan væri enn einn liðurinn í viðleitni ákærðu til að láta málið snúast um embætti héraðssaksóknara en ekki þá sjálfa. Benti saksóknarinn á að atvikin sem verjendurnir byggðu kröfuna á hefðu ekkert með málið gegn Zuism að gera. Samskipti embættisins við Kickstarter árið 2015 hafi verið í tengslum við mál gegn Einari sem það hafði þá til meðferðar. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í því máli. Embættið hafi talið tilefni til að koma á framfæri upplýsingum um grunsamlegar endurteknar safnanir bræðranna, að sögn Finns. Tilefnið hafi verið að þeir bræður hafi sjálfir ítrekað komið fram í fjölmiðlum og sagt frá söfnunum sínum á Kickstarter. Þá hafi fjöldi athugasemda frá notendum síðunnar sem styrktu söfnun bræðranna gefið ástæðu til að gera bandarískum yfirvöldum viðvart. Embætti héraðssaksóknara beri enga ábyrgð á viðbrögðum Kickstarter við upplýsingunum. Ítrekaði Finnur að ekkert hafi verið fullyrt um brot, aðeins varað við hugsanlegum brotum og grunsamlegum fjármálagerningum. Varðandi samskipti Finns við fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra sagði hann þau tengjast gagnaöflun í fjársvikamálinu gegn Einari á sínum tíma. Þau gögn hafi á endanum ekki verið hluti af málarekstrinum gegn honum. Aftur benti Finnur á að það hafi verið ákvörðun embættisins sem hann starfar fyrir, ekki hans sjálfs, að eiga í samskiptunum við sýslumannsfulltrúann. Ekkert hafi því komið fram sem geti dregið í efa hæfi hans eða óhlutdrægni eða annarra starfsmanna embættis héraðssaksóknara. Sagði hann tími til kominn að hefja efnislega meðferð málsins. Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum sem stýrðu trúfélaginu Zuism átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Hvorugur þeirra var þó mættur við upphaf dómshaldsins en það hófst á kröfu sem Einar Oddur Sigurðsson og Jón Bjarni Kristjánsson, lögmenn þeirra, lögðu fram um að málinu yrði vísað frá í gær. Lýstu verjendurnir veralegum efasemdum um hæfi og óhlutdrægni Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara frá embættis héraðssaksóknara í málinu. Vísuðu þeir til skjala sem þeir hefðu fyrst komið auga á fyrir tilviljun í gær þrátt fyrir að þau hefðu legið fyrir í málinu lengi. Bentu þeir á tölvupóstsamskipti á milli héraðssaksóknara og lögmanns sýslumannsembættisins og Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga frá árinu 2017. Telja þeir samskiptin sýna fram á að rannsókn á málinu hafi verið hafin mun fyrr en kemur fram í ákæru. Sökuðu þeir saksóknara um misvísandi skýringar og undanbrögð. Þá gerðu þeir alvarlegar athugasemdir við afskipti Finns af söfnun bræðranna á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2015. Embættis héraðssaksóknara kom upplýsingum á framfæri við bandaríska fyrirtækið með milligöngu bandarísku alríkislögregunnar um mögulega grunsamlega fjármálagerninga. Í kjölfarið lokaði Kickstarter söfnuninni. Þetta sögðu lögmennirnir að hefði skapað bræðrunum fjártjón og skaðað mannorð þeirra sem þar mikið var fjallað um stöðvun söfnunar þeirra í fjölmiðlum. „Ævintýranlegar fréttir“ um þá bræður hafi markað þá og allt sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur hafi litast af umfjölluninni, þar á meðal störf þeirra fyrir trúfélagið Zuism. Þeir hafi verið útmálaðir sem svikahrappar. Bræðrunum hafi því verið „brugðið“ að frétta af samvinnu saksóknara og Kickstarter. Tilraun bræðranna til að draga athyglina frá sjálfum sér Finnur hafnaði ásökunum um óhlutdrægni alfarið. Frávísunarkrafan væri enn einn liðurinn í viðleitni ákærðu til að láta málið snúast um embætti héraðssaksóknara en ekki þá sjálfa. Benti saksóknarinn á að atvikin sem verjendurnir byggðu kröfuna á hefðu ekkert með málið gegn Zuism að gera. Samskipti embættisins við Kickstarter árið 2015 hafi verið í tengslum við mál gegn Einari sem það hafði þá til meðferðar. Einar hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í því máli. Embættið hafi talið tilefni til að koma á framfæri upplýsingum um grunsamlegar endurteknar safnanir bræðranna, að sögn Finns. Tilefnið hafi verið að þeir bræður hafi sjálfir ítrekað komið fram í fjölmiðlum og sagt frá söfnunum sínum á Kickstarter. Þá hafi fjöldi athugasemda frá notendum síðunnar sem styrktu söfnun bræðranna gefið ástæðu til að gera bandarískum yfirvöldum viðvart. Embætti héraðssaksóknara beri enga ábyrgð á viðbrögðum Kickstarter við upplýsingunum. Ítrekaði Finnur að ekkert hafi verið fullyrt um brot, aðeins varað við hugsanlegum brotum og grunsamlegum fjármálagerningum. Varðandi samskipti Finns við fulltrúa sýslumanns á Norðurlandi eystra sagði hann þau tengjast gagnaöflun í fjársvikamálinu gegn Einari á sínum tíma. Þau gögn hafi á endanum ekki verið hluti af málarekstrinum gegn honum. Aftur benti Finnur á að það hafi verið ákvörðun embættisins sem hann starfar fyrir, ekki hans sjálfs, að eiga í samskiptunum við sýslumannsfulltrúann. Ekkert hafi því komið fram sem geti dregið í efa hæfi hans eða óhlutdrægni eða annarra starfsmanna embættis héraðssaksóknara. Sagði hann tími til kominn að hefja efnislega meðferð málsins.
Zuism Trúmál Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23