Sveit í borg – Álftanes Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:31 Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun