„Leikstjórinn kom sérstaklega til Kyiv til að taka upp alla atburðina sem eru að eiga sér stað í Úkraínu til þess að segja heiminum sannleikann á bakvið innrás Rússlands í landið okkar. Sean Penn er meðal þeirra sem styðja við Úkraínu í dag. Landið okkar er honum þakklátt fyrir að sýna slíkt hugrekki og heiðarleika.“ Sagði meðal annars í yfirlýsingu frá embætti forsetans.
„Sean Penn er að sýna hugrekki sem marga hefur skort, sérstaklega suma í vestrænum stjórnmálum,“
bætir yfirlýsingin við. Stjórnvöld í Úkraínu eru leikaranum þakklát og tala um hann sem sannan vin landsins. Sean hitti Volódímír Selenskí forseta Úkraínu fyrr í vikunni og hefur verið að fylgjast náið með gangi mála.