Tryggvi skoraði 34 stig, tók 21 frákast og varði fimm skot og setti framlagsmet í undankeppni HM.
Frammistaðan skilaði honum að sjálfsögðu í lið umferðarinnar þar sem hann er ásamt þeim Sasu Salin frá Finnlandi, Giorgi Shermadini og Thaddus McFadden frá Georgíu og Vladimir Mihailovic frá Svartfjallalandi.
Tryggvi er nú mættur til Ítalíu ásamt íslenska landsliðinu sem mætir Ítölum aftur í kvöld og verður bein textalýsing frá leiknum á Vísi.