Vildi ferðast og eignast hund en dreymir nú um sprengjubyrgi til að verja fjölskylduna Eiður Þór Árnason skrifar 27. febrúar 2022 17:32 Líkt og margir íbúar Kænugarðs fékk Maria afhent vopn hjá úkraínskum stjórnvöldum til að verjast árás Rússa. Aðsend 23 ára úkraínskur kennari sem flúið hefur Kænugarð segir að Rússar hafi skotið níu ára stelpu og foreldra hennar til bana á götum borgarinnar í gær. Maria Huresh segir að átökin hafi lagt líf Úkraínumanna í rúst og hún þrái nú fátt heitar en að eignast heimili með stóru sprengjubyrgi til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar. Maria segist vera hrædd en um leið þakklát fyrir að hún, fjölskylda hennar og vinir séu allir á lífi. Hún segir það þyngra en tárum taki að horfa upp á skothríð, sprengjuregn og mannfall síðustu daga. Borgin sem hún hafi alist upp í sé nú óþekkjanleg og átökin gjörbreytt lífi hennar á svipstundu. Maria yfirgaf Kænugarð ásamt systkinum sínum á föstudag og er nú í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá höfuðborginni. Hún vill ekki gefa upp nánari staðsetningu sína vegna ótta um öryggi sitt en úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt fólk til að slökkva á GPS-virkni síma sinna til að koma í veg fyrir að Rússar geti mögulega fylgst með því hvar fólk safnist saman. Staðgengill borgarstjóra Kænugarðs greindi frá því í gær að Pauline, sem var nemandi í fjórða bekk í Kænugarði, hafi verið skotin til bana í gærmorgun ásamt foreldrum sínum. Systkini hennar eru sögð vera á sjúkrahúsi. Telur dagana frá innrásinni Þegar Maria yfirgaf heimili fjölskyldunnar á föstudag rann upp fyrir henni að hún myndi mögulega aldrei sjá það framar. Hún segist eiga erfitt með að muna hvaða vikudagur sé og einungis telja dagana sem liðnir eru frá því að innrás Rússa hófst. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð frá því að átökin hófust í Úkraínu og gengur umferð hægt. Maria segir að aðrir í fjölskyldunni hafi verið á faraldsfæti í um tuttugu klukkustundir og ekki enn verið komin á áfangastað seint í gær. Allir sem vettlingi geta valdið reyni nú að verja Kænugarð, þar á meðal faðir hennar og vinir. Stjórnvöld hafa bannað öllum fullorðnum karlmönnum að yfirgefa landið og hvatt Úkraínumenn búsetta erlendis til að snúa aftur og leggja baráttunni lið. Faðir Mariu kvaddi litla bróðir hennar skömmu áður en hann tók upp vopn til varnar Úkraínu.Aðsend Viss um að úkraínska þjóðin hafi betur „Á mánudag vildi ég fara í leikhús og kaupa bók, jafnvel lesa einhver tímarit en nú vil ég bara eiga líf,“ segir Maria. Hún bætir við að það hafi verið skrítin upplifun að kenna nemendum sínum á aldrinum 11 til 15 ára sögu á meðan þau hlustuðu eftir sprengjum fyrir utan. „Þetta var eins og vera hluti af einhverri skringilegri kvikmynd og ég skildi ekki hvað var að gerast.” Maria segist þó vera full sjálfstrausts og hafa fulla trú á því að Úkraínumenn muni bera sigur úr býtum gegn Rússum. Úkraínski herinn hafi stóreflst á síðustu árum og bandalagsþjóðir veitt honum aðstoð. Þetta sé ekki sami her og reyndi að koma í veg fyrir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014 og það sjáist vel á því að Rússar hafi ekki enn náð stjórn á stærstu borgum Úkraínu, þvert á áætlanir sínar. „Þegar ég heyri í skotfærum fólksins míns þá veit ég að þetta verður allt í lagi. Borgin mín verður okkar og landið okkar mun búa við frelsi,“ segir Maria. Svona lítur stofan út hjá óléttri vinkonu Mariu sem býr í Kænugarði eftir árásir Rússa. Hún dvaldi í sprengjubyrgi undir byggingunni í nótt.Aðsend Vildi ferðast en vill nú kjallara Líkt og margir á hennar aldri dreymir Mariu um að eignast eigið heimili. Í ljósi aðstæðna er nú efst á óskalistanum að hafa kjallara til að tryggja öryggi sitt og framtíðarfjölskyldu. Kjallarinn eigi að vera stór, vel búinn neysluvatni og matarbirgðum og þurfi að grafinn djúpt niður í jörðu. „Vegna þess að við eigum nágranna sem hafa viljað tortíma okkur í meira en 300 ár,“ segir Maria. Átökin hafi á vissan átt breytt henni. „Þetta er svo skrítin tilfinning. Ég er ung kona. Ég vildi ferðast, ég vildi eignast eigið heimili, ég vildi eiga stóran hund. En núna vil ég kjallara. Svo stóran að hann verður öruggt svæði fyrir fjölskyldu mína og framtíðarbörnin mín.” Telji sig vera að gera Úkraínu greiða Maria segir að Rússi sem hún hafi þekkt frá árinu 2013 hafi nýlega haft samband við sig og sagt að það væri Úkraínumönnum að kenna að Rússar hafi þurft að hefja innrásina. Á sama tíma hafi hann lýst yfir áhyggjum af öryggi hennar og fjölskyldunnar. „Hann sagði að Pútín vildi hjálpa okkur og að taldi við yrðum ánægð.“ Maria furðaði sig á þessum skilaboðum og leið eins og þau kæmu frá einhverjum sem væri staddur í öðrum heimi. Íbúar Úkraínu þurfi svo sannarlega ekki á aðstoð Pútíns Rússlandsforseta að halda. Maria segir að í raun hafi engum tekist að auka þjóðernisstolt og sameina úkraínsku þjóðina jafn mikið og Pútín. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Maria segist vera hrædd en um leið þakklát fyrir að hún, fjölskylda hennar og vinir séu allir á lífi. Hún segir það þyngra en tárum taki að horfa upp á skothríð, sprengjuregn og mannfall síðustu daga. Borgin sem hún hafi alist upp í sé nú óþekkjanleg og átökin gjörbreytt lífi hennar á svipstundu. Maria yfirgaf Kænugarð ásamt systkinum sínum á föstudag og er nú í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá höfuðborginni. Hún vill ekki gefa upp nánari staðsetningu sína vegna ótta um öryggi sitt en úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt fólk til að slökkva á GPS-virkni síma sinna til að koma í veg fyrir að Rússar geti mögulega fylgst með því hvar fólk safnist saman. Staðgengill borgarstjóra Kænugarðs greindi frá því í gær að Pauline, sem var nemandi í fjórða bekk í Kænugarði, hafi verið skotin til bana í gærmorgun ásamt foreldrum sínum. Systkini hennar eru sögð vera á sjúkrahúsi. Telur dagana frá innrásinni Þegar Maria yfirgaf heimili fjölskyldunnar á föstudag rann upp fyrir henni að hún myndi mögulega aldrei sjá það framar. Hún segist eiga erfitt með að muna hvaða vikudagur sé og einungis telja dagana sem liðnir eru frá því að innrás Rússa hófst. Mikil fjöldi fólks hefur reynt að yfirgefa Kænugarð frá því að átökin hófust í Úkraínu og gengur umferð hægt. Maria segir að aðrir í fjölskyldunni hafi verið á faraldsfæti í um tuttugu klukkustundir og ekki enn verið komin á áfangastað seint í gær. Allir sem vettlingi geta valdið reyni nú að verja Kænugarð, þar á meðal faðir hennar og vinir. Stjórnvöld hafa bannað öllum fullorðnum karlmönnum að yfirgefa landið og hvatt Úkraínumenn búsetta erlendis til að snúa aftur og leggja baráttunni lið. Faðir Mariu kvaddi litla bróðir hennar skömmu áður en hann tók upp vopn til varnar Úkraínu.Aðsend Viss um að úkraínska þjóðin hafi betur „Á mánudag vildi ég fara í leikhús og kaupa bók, jafnvel lesa einhver tímarit en nú vil ég bara eiga líf,“ segir Maria. Hún bætir við að það hafi verið skrítin upplifun að kenna nemendum sínum á aldrinum 11 til 15 ára sögu á meðan þau hlustuðu eftir sprengjum fyrir utan. „Þetta var eins og vera hluti af einhverri skringilegri kvikmynd og ég skildi ekki hvað var að gerast.” Maria segist þó vera full sjálfstrausts og hafa fulla trú á því að Úkraínumenn muni bera sigur úr býtum gegn Rússum. Úkraínski herinn hafi stóreflst á síðustu árum og bandalagsþjóðir veitt honum aðstoð. Þetta sé ekki sami her og reyndi að koma í veg fyrir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014 og það sjáist vel á því að Rússar hafi ekki enn náð stjórn á stærstu borgum Úkraínu, þvert á áætlanir sínar. „Þegar ég heyri í skotfærum fólksins míns þá veit ég að þetta verður allt í lagi. Borgin mín verður okkar og landið okkar mun búa við frelsi,“ segir Maria. Svona lítur stofan út hjá óléttri vinkonu Mariu sem býr í Kænugarði eftir árásir Rússa. Hún dvaldi í sprengjubyrgi undir byggingunni í nótt.Aðsend Vildi ferðast en vill nú kjallara Líkt og margir á hennar aldri dreymir Mariu um að eignast eigið heimili. Í ljósi aðstæðna er nú efst á óskalistanum að hafa kjallara til að tryggja öryggi sitt og framtíðarfjölskyldu. Kjallarinn eigi að vera stór, vel búinn neysluvatni og matarbirgðum og þurfi að grafinn djúpt niður í jörðu. „Vegna þess að við eigum nágranna sem hafa viljað tortíma okkur í meira en 300 ár,“ segir Maria. Átökin hafi á vissan átt breytt henni. „Þetta er svo skrítin tilfinning. Ég er ung kona. Ég vildi ferðast, ég vildi eignast eigið heimili, ég vildi eiga stóran hund. En núna vil ég kjallara. Svo stóran að hann verður öruggt svæði fyrir fjölskyldu mína og framtíðarbörnin mín.” Telji sig vera að gera Úkraínu greiða Maria segir að Rússi sem hún hafi þekkt frá árinu 2013 hafi nýlega haft samband við sig og sagt að það væri Úkraínumönnum að kenna að Rússar hafi þurft að hefja innrásina. Á sama tíma hafi hann lýst yfir áhyggjum af öryggi hennar og fjölskyldunnar. „Hann sagði að Pútín vildi hjálpa okkur og að taldi við yrðum ánægð.“ Maria furðaði sig á þessum skilaboðum og leið eins og þau kæmu frá einhverjum sem væri staddur í öðrum heimi. Íbúar Úkraínu þurfi svo sannarlega ekki á aðstoð Pútíns Rússlandsforseta að halda. Maria segir að í raun hafi engum tekist að auka þjóðernisstolt og sameina úkraínsku þjóðina jafn mikið og Pútín.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira