Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 10:24 Runólfur Pálsson hóf störf í dag sem forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn. Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þrátt fyrir að farsóttin verði vonandi fljótlega að baki eru áskoranir fram undan. Ég hef sérstakar áhyggjur af viðvarandi skorti á starfsfólki og legurýmum. Þessi skortur skapar óviðunandi vinnuumhverfi og óhóflegt álag á starfsfólk. Þennan vítahring verðum við að rjúfa,“ segir Runólfur. Landspítali var færður yfir á neyðarstig síðastliðinn föstudag eftir að öllum Covid takmörkunum var aflétt en forsvarsmenn Landspítala hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir stöðunni á spítalanum. Að sögn Runólfs munu megináherslurnar næstu mánuðina snúa að því að styrkja mönnun og vinna að verkefni spítalans séu við hæfi. Horfa þurfi sérstaklega til sérhæfðrar þjónustu spítalans auk þess sem nauðsynlegt er að skilgreina hvaða verkefni eiga heima hvar. „Í þeirri vinnu sem fram undan er tel ég mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar þótt samtímis þurfi að berja í helstu bresti. Þetta verður yfirgripsmikið og krefjandi verkefni sem við þurfum öll að vinna saman. Raddir ykkar, starfsfólksins, eru sem aldrei fyrr mikilvægar í þessari vegferð og ég mun sérstaklega leggja mig fram um að hlusta eftir þeim,“ segir Runólfur. Læknir að mennt og prófessor Runólfur var skipaður í embættið til fimm ára af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn en hann var metinn hæfastur í starfið að mati lögskipaðrar hæfnisnefndar. Hann tekur við starfinu af Páli Matthíassyni sem lét af störfum í október en Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hefur verið settur forstjóri spítalans frá þeim tíma. Runólfur er læknir að mennt með sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnalækningum. Þá er hann prófessor við Háskóla Íslands og varaforseti læknadeildar þar. Hann var á tíma kennslustjóri lyflækningasviðs og staðgengill framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviðs Landspítala auk þess sem hann var einn af yfirlæknum Covid-göngudeildarinnar. Þá hefur hann komið að fjölda nefnda og annarra stefnumótandi starfa í tengslum við kennslu- og þjálfunarhlutverk spítalans.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50